Þriðjudagur, 25. maí 2010
Dagur leggur mesta áherslu á atvinnumálin
Dagur B.Eggertsson oddviti Samfylkingar í Reykjavík var viðmælandi Péturs Gunnlaussona á útvarpi Sögu í morgun.Rætt var um stefnu Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum.Dagur B.Eggertsson sagði,að hann legði höfuðáherslu á atvinnumálin.Hann sagði,að það yrði að beita öllum tiltækum ráðum til þess að skapa fleiri störf.Það kom fram í máli Dags,að hann vill að borgin taki lán,t.d. hjá lífeyrissjóðunum til þess að fjármagna nýjar framkvæmdir og ný störf.Dagur sagði,að leggja ætti mikla áherslu á viðhaldsframkvæmdir,þar eð þær væru mannaflsfrekar.Dagur segir að langar raðir hjá hjálparstofnunum eftir matargjöfum séu ein afleiðing atvinnuleysisins.Það verði að útrýma atvinnuleysinu en jafnfram verði að hækka viðmiðunarmörkin,sem miðað væri við þegar fjárhagsaðstoð borgarinnar væri ákveðin.Þessi mörk eru nú 126 þús. á mánuði en Samfylkingin þrýsti á,að þau yrði hækkuð úr tæplega 100 þús.sem þau voru í.Nú þarf að hækka mörkin í 160 þús. eins og gildir hjá Evrópusambandinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.