Þriðjudagur, 25. maí 2010
Dagur: Staðið verður við fyrningarleiðina
Dagur B.Eggertsson oddviti Samfylkingar í Rvk. og varaformaður Samfylkingarinnar sagði á útvarpi Sögu í morgun,að ríkisstjórnin mundi standa við fyrningarleiðina í sjávarúvegsmálum.Hann var spurður hvort fyrning mundi hefjast næsta haust eins og boðað hefði verið þegar stjórnin tók. Hann kvaðst reikna með því,þar eð gildistímanum hefði ekki verið frestað.
Dagur B.Eggertsson sagði,að fyrningarleiðin væri í stjórnarsáttmálanum og hann sagði að hér væri um lykilmál hjá stjórninni að ræða sem ekki yrði hvikað frá.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.