Laugardagur, 12. júní 2010
Gleði yfir stjórnlagaþingi
Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagðist vera mjög glaður í dag að hafa náð þeim áfanga að fara greiða atkvæði um stjórnlagaþing. Hér er verið að ná lýðræðisumbótum í okkar samfélagi," sagði Birkir Jón og sagði það sögulegt skref í sögu lýðveldisins. Hann sagði það mikilvægt að þing og þjóð gangi í takt og endaði á orðunum: Ég segi til hamingju Ísland."
Ólína Þorvarðardóttir, Samfylkingu, lýsti ánægju sinni á frumvarpinu. Málið hefur tekið farsælum breytingum í nefndinni," sagði Ólína.
Alþingi samþykkti samhljóða breytingartillögur allsherjarnefndar um stjórnlagaþingið. Nú fer málið til þriðju umræðu en allar líkur eru á að frumvarpið verði að lögum fyrir þinglok(visir.is)
Það er greinilega mikil ánægja með samstöðu um stjórnlagaþing enda að vonum:Það er krafa almennings að þinginu verði komið á fót.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.