Nýr samningur Landsvirkjunar við Alcan

Landsvirkjun og Alcan á Íslandi hafa samið um orkusölu til álversins í Straumsvík. Samningurinn er undirritaður með hefðbundnum fyrirvörum, meðal annars samþykki stjórna beggja félaganna, sem gert er ráð fyrir að verði uppfylltir eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi, segir í tilkynningu.

Samningurinn er tvíþættur. Annars vegar er endursamið um verð á núverandi orkusölu til álversins (2.932  GWst) og hins vegar er samið um afhendingu viðbótar orku (658 GWst) vegna áætlaðrar framleiðsluaukningar álversins. Nýtt raforkuverð tekur gildi 1. október 2010. Það er í bandaríkjadölum, verðbætt miðað við bandaríska neysluvísitölu og er álverðstenging afnumin. Samningurinn gildir til ársins 2036 sem er tæplega tólf ára framlenging frá núverandi samningi.

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir í tilkynningunni að samningurinn sé fyrsta skrefið í nýrri stefnu Landsvirkjunar um að tengja verðþróun á raforku hérlendis við þróun raforkuverðs á alþjóðlegum mörkuðum. Hann telur samninginn á margan hátt marka tímamót í orkusölusamningum  Landsvirkjunar.

Til að mæta aukinni orkusölu mun Landsvirkjun ráðast í byggingu Búðarhálsvirkjunar og verða útboð auglýst á næstu vikum.  Gert er ráð fyrir að afhending orku frá virkjuninni hefjist árið 2013. Unnið er að fjármögnun verksins og gengur sú vinna samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að ljúka fjármögnun fyrir 31. ágúst  2010, segir í tilkynningunni. (visir.is)

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband