Miðvikudagur, 16. júní 2010
Verða sett lög um bílalánin
Hæstiréttur hefur í dag miðvikudaginn 16. júní kveðið upp dóma í tveimur málum sem vörðuðu gengistryggða bílasamninga. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) telja jákvætt að réttaróvissu hafi verið eytt hvað varðar þessa tegund samninga.
Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar hefur efnahags- og viðskiptaráðuneyti sent frá sér yfirlýsingu. SFF telja mikilvægt að það víðtæka samráð sem stjórnvöld boða í þeirri yfirlýsingu verði til þess fallið að eyða almennri óvissu. Samtök fjármálafyrirtækja og þau aðildarfélög þeirra sem dómarnir varða eru reiðubúin, ef þess verður óskað, að leggja sitt af mörkum til þeirrar vinnu. Áríðandi er að sú vinna geti gengið sem hraðast fyrir sig. Að sama skapi telja SFF miklu skipta að þau fjármálafyrirtæki sem dómarnir varða hafi ráðrúm til að kynna sér vel dóma Hæstaréttar og áhrif þeirra.(Samtök fjármálafyrirtækja).
Talið er líklegt,að ríkisstjórnin leggi fyrir alþingi að sett verði lög um mál þetta til þess að kveða á um það hvernig með bílalánin skuli farið í kjölfar dóms hæstaréttar. Ekkert kemur fram í dómnum hvernig breyta eigi lánunum,aðeins sagt,að gengistryggingin sé ólögleg.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.