Þjóðhátíð í dag

Í dag er 17.júní þjóðhátíðardagur Íslendinga. Þetta er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar,sem  öðrum fremur barðist fyrir sjálfstæði Íslands. Lýðveldi var stofnað þennan dag á Þingvöllum 1944. Mér er það minnisstætt,að þegar lýðveldið var stofnað og útvarpað var frá Þingvöllum,að þá sat  ég þann dag sem límdur við útvarpstækið og fylgdist nákvæmlega með hverju atriði á Þingvöllum. Þetta var sögulegur dagur og stendur mér skýr í minni.Gleðilega þjóðhátíð.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband