Jesús litli besta leiksýningin

.Leiksýningin Jesús litli var valin leiksýning ársins þegar Gríman – leiklistarverðlaun Íslands - voru afhent í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Leikstjóri og einn höfunda verksins, Benedikt Erlingsson, var jafnframt valin leikskáld ársins, ásamt þeim Bergi Þór Ingólfssyni, Halldóru Geirharðsdóttur og Snorra Frey Hilmarssyni. Hilmir Snær Guðnason var valinn leikstjóri ársins, fyrir leiksýninguna Fjölskyldan – ágúst í Osage-sýslu, í sviðsetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Leikkona ársins var valin Margrét Helga Jóhannsdóttir, fyrir hlutverk sitt í Fjölskyldunni, en leiksýningin hlaut einnig Grímuna fyrir leikmynd ársins.

Ingvar E. Sigurðsson var valinn leikari ársins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Íslandsklukkunni, í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikarinn Árni Tryggvason hlaut heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands, fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu leiklistar.(ruv.is)

Við hjónin fylgdumst með verðlaunaafhendingunni og dagskránni í tilefni af henni. Var það mjög skemmtilegt. Gríman hafði nú fluttst frá RUV yfir til Stöðvar 2.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband