Jóhanna boðar betri tíð í þjóðhátíðarræðu

Við höfum staðist mikla þolraun,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í þjóðhátíðarræðu sinni á Austurvelli.

Hún segir Ólaf Eggertsson bónda á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum táknmynd stöðunnar á Íslandi.

Ólafur sé maðurinn sem tekist hafi á við tímabundna erfiðleika og yfirvinna þá - enda væri sér hugstæð myndin af honum við nýsprottnar gróðurnálarnar í túni sínu.

 Við erum á réttri leið,“ sagði Jóhanna. Hún sagði að Íslendingum hefði tekist á undraskömmum tíma að hefja nýja sókn eftir það áfall sem bankahrunið var.

Mörg jákvæð teikn væru nú á lofti og margt benti til betri tíðar. enda þótt þau viðfangsefni sem stjórnvöld þyrftu að takast á við væru óþrjótandi. Á þessu ári hefði krónan styrkst um 10%, vextir hefðu lækkað mikið og verðbólga sömuleiðis. Margt benti sömuleiðis til að hagvöxtur hæfist síðar á þessu ári. Ráðherrann sagði að þrátt fyrir þetta væri víða þröng fyrir dyrum. Margar fjölskyldur væri í vanda staddar. Mikilvægt væri að bjóða úrræði sem gögnuðust sem flestum en ekkert þó meira en traust efnahagslíf og atvinna - og væri atvinnuleysið nú minna en spáð hefði verið.(mbl.is)

Ræða Jóhönnu var góð. Hún blés landsmönnum bjartsýni í brjóst.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband