Lilja Mósesdóttir ásakar Gylfa Magnússon

Viðskiptaráðherra hefur staðið í vegi fyrir aðgerðum í þágu skuldsettra heimila segir formaður viðskiptanefndar sem harmar aðgerðarleysi stjórnvalda. Hún segir að samfélagið muni loga í lögsóknum ef einstaklingar verði látnir um að greiða úr ágreiningi. Það muni seinka endurreisninni.

Lilja Mósesdóttir er formaður viðskiptanefndar, efnahags og skattanefndar. Hún sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni á morgun að stjórnvöld yrðu að grípa til almennra aðgerða gegn skuldavanda íslenskra heimila. Dómar hæstaréttar í síðustu viku sýndu það. Hún segist óska þeim sem tóku þessi lán til hamingju með dómana en á sama tíma harmar hún aðgerðarleysi stjórnvalda sem hún segir að hafi staðið yfir í 18 mánuði með miklu hugarangri fyrir hlutaðeigandi.

Lilja varar við því að ef einstaklingar verði látnir um um að leysa úr ágreiningi vegna myntkörfulánasamninga, verði Íslendingar á botni hagsveiflunnar í nokkur ár til viðbótar. Hér á landi muni allt loga í lögsóknum og endurreisnin dragast á langinn. Hún bendir á að Joseph Stieglitz og aðrir sérfræðingar hafi varað við því að forðast ætti að leysa skuldavanda heimilanna í gegnum dómstóla.

Og hún gagnrýndi Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra fyrir aðgerðarleysi og sagði að hann hafi ekki síst staðið í vegi fyrir því að gripið yrði til almennra aðgerða til að taka á skuldavanda heimilanna. „Mér finnst hann þurfa að útskýra hvers vegna hann sér allt í einu ávinninginn af því að fólk fái leiðréttingu á þessari gengishækkun sem varð á skuldum, ávinning sem við vorum búin að margbenda á."(visir.is)

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband