Ríkisstjórnin leggur fjármuni í viðhaldsverkefni

Í sumar verður 60 milljónum króna varið til viðhalds fasteigna Sjúkrahússins á Akureyri, en þessir fjármunir eru hluti af þeim 500 milljónum króna sem stjórnvöld hafa ákveðið að setja í viðhald opinberra bygginga um land allt. Fimmtíu milljónir fara í að ljúka endurnýjun húsnæðis legudeilda á Kristnesi, en það húsnæði er frá 1927. Þá fara 10 milljónir í endurnýjun lagnakerfis í elsta hluta sjúkrahússbyggingarinnar frá Akureyri, sem er frá 1953. Vignir Sveinsson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs Sjúkrahússins á Akureyri, segir að nú sé unnið að undirbúningi og hönnun þessara viðhaldsverkefna og framkvæmdir hefjist mjög fljótlega. (visir.is)

Það er gott,að stjórnvöld skuli hafa lagt fjármuni í viðhaldsverkefni.Ekki veitir af til þess að auka atvinnu og draga úr atvinnuleysi. En betur má,ef duga skal.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband