Laugardagur, 26. júní 2010
Bjarni Ben. sigraði formannskjörið
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið endurkjörinn í embættið á landsfundi flokksins sem nú stendur yfir. Bjarni hlaut 573 atkvæði í kjörinu en Pétur Blöndal alþingismaður sem bauð sig fram á móti Bjarna fékk 281 atkvæði. Alls greiddu 925 atkvæði í kjörinu en auðir seðlar voru 50.
Bjarni Benediktsson er því réttkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 62 prósent greiddra atkvæða. Hann þakkaði flokkssystkinum sínum kærlega fyrir stuðninginn og hvatti til þess að landsfundurinn yrði vendipunktur í sögu Sjálfstæðisflokksins. Hann þakkaði Pétri einnig fyrir afar snarpa kosningabaráttu.(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.