Flokksstjórn Samfylkingar vill innköllun veiðiheimilda samkvæmt stjórnarsáttmála

Eftirfarandi ályktun var samþykkt í flokksstjórn Samfylkingar í gær:
Flokksstjórnarfundur Samfylkingar haldinn á Seltjarnarnesi laugardaginn 26. júní 2010 krefst þess að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG framfylgi ákvæðum í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um fiskveiðar, þjóðareign á auðlindum og mannréttindi. Fundurinn ítrekar að farin verði sú leið sem fram kemur í samstarfsyfirlýsingunni og ekki verði látið undan þrýstingi sérhagsmunaaðila.  
Fundurinn hafnar hugmyndum um að núverandi handhafar fiskveiðiheimilda fái sérstök forréttindi til áframhaldandi nýtingar kvótans næstu ár.
Fundurinn krefst til þess að ríkið fyrir hönd þjóðarinar verði hinn eini sanni eigandi fiskveiðiauðlindarinnar og sjái um að leigja auðlindina til þeirra sem vilja nýta hana á jafnréttisgrundvelli og grundvelli mannréttinda og fulls jafnræðis verði gætt gagnvart
Hér er talað tæpitungulaust og það kemur skýrt fram,að Samfylkingin vill halda við ákvæði samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórnarkerfið en það þýðir innköllun veiðiheimilda á 20 árum.Öllum hugmyndum um réttindi kvótahafa til langs tíma er einnig vísað út af borðinu enda ganga þær algerlega í berhögg við stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband