Borgarafundur ræðir bílalán með gengistryggingu

Fimmtándi borgarafundurinn var haldinn í Iðnó í kvöld og var efni fundarins áhrif dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar.

Fullt var út úr dyrum og komust færri inn en vildu en þökk sé öflugu hljóðkerfi mátti hlusta fyrir utan. Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra og Pétur Blöndal alþingismaður voru meðal frummælenda.

Gylfi sagði það hagsmunamál allra landsmanna að bankakerfið fái ekki annað högg á sig. „Nú er mörgum ekkert sérstaklega vel við fjármálakerfið en burtséð frá því hversu hlýtt mönnum er til banka eða bankastjóra þá liggur fyrir að þetta getur valdið verulegum þrengingum og það eru almannahagsmunir, ekki hagsmunir bankanna, að reyna að koma í veg fyrir það að þessi sviðsmynd komi upp.“ Sagði Gylfi og talaði þar um mögulegar afleiðingar dómanna um gengistryggingu.

Pétur Blöndal sagði skuldara sjálfhverfa og minnti á tap sparifjáreigenda. „Ekki segja að ég sé að verja fjármálakerfið...þið horfið á naflann á ykkur. Þið sjáið ekki aðrar hliðar á teningunum; ég á ekki fjármálakerfið en ég hugsa samt um það“ sagði Pétur.(visir.is)

Enn er ekki komin fram skýr stefna um hvernig afgreiða eigi myntkörfulánin,hvorki frá fjármálafyrirtækjum né stjórnvöldum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband