Föstudagur, 16. júlí 2010
SA: Lágmarkslaun hafa hækkað um 32% frá feb. 2008
Samtök atvinnulífsins fullyrða að kaupmáttur lágmarkslauna sé 2,5% hærri en hann hafi verið í byrjun árs 2008.
Máli sínu til stuðnings benda samtökin á að lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði hafi verið hækkuð í 165 þúsund krónur þann 1. júní siðastliðinn samkvæmt kjarasamningum SA og aðildarsamtaka ASÍ. Lágmarkslaunin hafi verið hækkuð um 40 þúsund krónur á samningstímabilinu. Það er frá febrúar 2008 til nóvemberloka þessa árs, eða um 32%. Frá ársbyrjun 2008 hafi vísitala neysluverðs hækkað um 29%.
Samtök atvinnulífsins segja að öðru máli gegni um laun almennt. Launavísitala Hagstofunnar, sem endurspegli laun alls launafólks á landinu, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði, hafi hækkað um 12% frá ársbyrjun 2008 en kaupmáttur launa hafi dregist saman um 13,5% á tímabilinu. (visir.is)
Séu þessar tölur réttar eiga aldraðir og öryrkjar meiri hækkanir inni en ég taldi
.Nú hefur verið upplýst,að staða ríkissjóðs sé 32 milljörðum betri en áður var talið.Það ætti því að vera auðvelt að láta líeyrisþega fá þær hækkanir,sem þeir eiga rétt á.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.