Halli ríkissjóðs 34 milljörðum minni en reiknað var með

Halli ríkissjóðs fyrir árið 2009 nam 140 milljörðum króna, samkvæmt heimildum fréttastofu. Það er 34 milljörðum króna lægri halli en ráð var gert fyrir.

Tekjur ríkissjóðs árið 2009 voru 22 milljörðum króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og gjöldin tæpum 12 milljörðum króna lægri. Halli ríkissjóðs var því um 140 milljarðar króna sem er töluvert minni halli en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur ríkisreikningur ársins 2009 nú fyrir. Í honum kemur fram að tekjur ríkissjóðs voru 439 milljarðar króna en upphaflega var gert ráð fyrir að þær yrði 417 milljarðar. Nánast allir tekjuþættir ríkissjóðs eru hærri en búist hafði verið við. Þá voru gjöld ríkissjóðs lægri en heimildir hljóðuðu uppá, voru 579 milljarðar en heildarútgjaldaheimildir hljóðuðu uppá 590 milljarða króna. Halli ríkisrekstursins í fyrra nam því tæpum 140 milljörðum króna.

Stærstu útgjaldaliðir ríkissjóðs eru til heilbrigðis-, velferðar- og menntamála og til almannatrygginga en kostnaður vegna þessara málaflokka nam rúmum 295 milljörðum króna. Kostnaður vegna atvinnumála var tæpir 70 milljarðar og vegna annarra mála eins og löggæslu- og öryggismála, menningar-, íþrótta- og trúmála, nam kostnaðurinn tæpum 93 milljörðum króna.

Fjármagnskostnaður ríkissjóðs nam 84 milljörðum króna sem er veruleg aukning frá fyrra ári. Hann er þó um 5 milljörðum króna lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Lánsfjárþörf ríkissjóðs var 11 prósent af landframleiðslu sem er töluvert minna en lagt var upp með. Það skýrist að stærstum hluta af samkomulagi ríkissjóðs við Seðlabankann um kaup bankans á veðlána og verðbréfakröfum.(ruv.is)

Þessi bætta staða ríkissjóðs miðað við  fyrri áætlanir sýnir,að ríkið getur nú leiðrétt kjör lífeyrisþega til samræmis við kjarabætur þær,sem launþegar hafa fengið.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband