Laugardagur, 31. júlí 2010
Ellilífeyririnn rifinn af fólki!
Ellilífeyrisþegi hringdi til mín og sagði,að hann hefði á dögunum fengið bakreikning frá Tryggingastofnun upp á 400 þús. kr. Honum var sem sagt tilkynnt að hann ætti að greiða til baka af tryggingabótum sínum 400 þús. kr.þar eð hann hefði fengið ofgreitt. Hann átti nokkrar krónur í banka og nú var honum refsað fyrir það.Þetta mun ekki einsdæmi. Fjölmargir ellilífeyrisþegar hafa fengið svipaðar tilkynningar undanfarið og jafnvel fengið mikið hærri bakreikninga.
Ellilífeyrisþegar eru öskureiðir vegna þessa. Ellilífeyrir er ekki það hár,að unnt sé að klípa af honum. Fyrst skerðir ríkisstjórnin kjör ellilífeyrisþega,síðan neitar hún þeim um kjarabætur,sem launþegar fá (16% kauphækkun) og nú rífur hún af ellilífeyrisþegum stóran hluta ellilífeyris þeirra.Þessu verður að breyta. Tryggingastofnun verður sjálf að reikna út fjármagnstekjur lífeyrisþega á grundvelli upplýsinga frá bönkunum. Það er ekki unnt að reikna með því að eldri borgarar geri það. Önnur leið væri sú aö afnema allar tekjutengingar og taka upp sænsku aðferðina.Þar eru engar tekjutengingar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég skil þetta nú ekki Björgvin því að ég hélt að bönkunum sjálfum væri skylt að reikna út þennan fjámagnstekjuskatt af vaxtatekjum fólks af sparireikningum í bönkunum og standa svo skil á honum til Skattsins. Þannig hefur þetta alla vegana verið.
Ætlar Tryggingarstofntaka kannski að reyna að taka þennan skatt aftur þannig að ellilýfeyrisþegar verði látnir greiða hann tvisvar. Eða er verið að skerða lífeyrinn beint og fólki sagt að það geti bara étið af sparnaðinum sínum.
Ég skil þetta ekki. en TR er einhver versta og óskilvirkasta, flóknasta og ómanneskjulegasta stofnun Ríkisins
Gunnlaugur I., 31.7.2010 kl. 11:51
Sæll Gunnlaugur!
Jú það er rétt,að bankarnir reikna út fjármagnstekjuskattinn og halda honum eftir.En ég er að tala um það sem Tryggingastofnun tekur af ellilífeyrirþegum vegna fjármagnstekna.TR ætlast til þess að lífeyrisþegar áætli löngu fyrirfram hvað þeir muni hafa í fjármagnstekjur.En slík áætlunargerð er mjög erfið og ekki á færi allra eldri borgara. Þess vegna tel ég að breyting þurfi að verða hér á.
Með bestu kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 31.7.2010 kl. 12:21
Allir 60-65 ára ættu að taka út þá peninga þeir eiga í bönkum,annað hvort geyma þá í bankahólfi eða bara í rauða járnpottinum hennar ömmu !.Já eða bara eyða þeim í eitthvað sem stendur með þeim.
Látið ykkur ekki detta til hugar að TR gefi neitt eftir,þetta eru lög sem Jóhanna og co settu í júlí á síðasta ári. Gamlingjarnir vilja bara ekki skilja að þetta geti komið fyrir þá.
Reynið þið sem yngri eruð að koma þeim,eldri í skilning um þetta. Banki er aldrei vinur þinn.
Margrét Sig (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 12:29
Það er lenska hér á landi að ráðast að þeim sem minnst hafa.. en afskrifa tugi/hundruð/þúsund milljónir af elítu...
DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 13:49
Satt segir þú Björgvin um útreikning fjármagnstekna vegna TR. Trúlega þurfa margir að kaupa slíka þjónustu hjá fagfólki, sem auðvitað þarf að fá sína þóknun fyrir. Þú segir réttilega, að breytinga sé þörf í þessu kerfi, og það fyrr en síðar.
Með góðri kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 31.7.2010 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.