Krónan styrkist enn

Krónan heldur áfram að styrkjast og er evran nú 155 kr.Krónan hefur styrkst mikið á þessu ári. Hún styrktist um 0,95% í dag.Vöruverð ætti að lækka af þessum sökum en lækkanir láta á sér standa.Er ljóst,að yfirvöld verða að taka í taumana,ef neytendur fara ekki að njóta styrkingar krónunnar.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Krónan styrktist um nærri prósent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

En ef það var ekki búið að hækka vegna styrkingar, vegna þess að markaðurinn hefði ekki þolað það og lítið eða ekkert var keypt inn á því gengi.

Ef það á að lækka núna hvernig á þá að borga fólki í verslun laun, á það alltaf að vera verst borgaði stéttin?

Þarf ekki að skoða þetta útfrá aðeins meiri nákvæmni en bara 10% styrking 10% lækkun, ekki má gleyma skattgleði stjórnvalda.

Hjalti Sigurðarson, 5.8.2010 kl. 16:34

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Krónunni er handstýrt og þessvegna lítið að marka þetta skráða gengi.  Ef höftin yrðu afnumin þá mundi hún fara í frjálst fall.

Guðmundur Pétursson, 5.8.2010 kl. 22:11

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

stöðugt flökt á krónunni gerir það að verkum að fyrirtæki þurfa að auka álagningu, þess vegna er ekkert óeðlilegt við það að verð lækki ekki.

Neytendur njóta þess reyndar að krónan er búin að styrkjast, þeir flykkjast til útlanda og eyða gjaldeyrinum eins og enginn sé morgundagurinn þrátt fyrir að hér sé skortur á gjaldeyri....  skemmtileg mótsögn en lýsir í raun ástandinu og mótsagnakenndri peningastefnu sem mótast fyrst og fremst af geðþóttaákvörðunum en ekki því sem er best fyrir landið.

Lúðvík Júlíusson, 6.8.2010 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband