Miðvikudagur, 11. ágúst 2010
Laun skilanefndar Glitnis:Ruglið heldur áfram
Launakostnaður þrotabús Glitnis fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna 5 starfsmanna skilanefndar- og slitastjórnar nemur 103 milljónum króna. Það gera rúmlega tuttugu milljónir á mann, þar sem hver hefur að jafnaði um sjö milljónir króna á mánuði.
Kostnaður við rekstur skilanefndar og slitastjórnar Glitnis var fimm milljarðar króna á síðasta ári. Stærstu hluti þess kostnaðar er kostnaður við erlenda ráðgjafa þrotabús bankans.
Á fundi með kröfuhöfum hinn 6. ágúst síðastliðinn var m.a kynntur launakostnaður þrotabúsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, þ.e mánuðina janúar til mars á þessu ári. Samkvæmt yfirliti á heimasíðu Glitnis var kostnaðurinn vegna útseldra tíma til meðlima slitastjórnar og skilanefndar, sem eru fimm manns, alls 103 milljónir króna.
Meðlimir slitastjórnar Glitnis banka eru aðeins tveir. Steinunn Guðbjartsdóttir, hæstaréttarlögmaður og Páll Eiríksson, héraðsdómslögmaður. Í skilanefnd Glitnis eru svo Árni Tómasson, Heimir Haraldsson og Þórdís Bjarnadóttir.
Miðað við þessa fjárhæð, 103 milljónir fyrir þrjá mánuði eru meðaltalslaun þessara einstaklinga rúmar tuttugu milljónir króna á mann fyrir þriggja mánaða starf, eða tæplega sjö milljónir króna á mánuði. Svona til samanburðar er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, með 935 þúsund krónur, þetta eru því um áttföld laun hennar, en það eru jú þrotabúið Glitnir sem borgar þessu fólki laun en ekki skattgreiðendur eins og í tilviki Jóhönnu.
Þessi laun eru öllu hærri en það sem t.d Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, var með í greidd laun á síðasta ári en það voru rúmar 900 þúsund krónur. Steinunn sagði í samtali við fréttastofu í dag að skýringin á því væru laun greidd frá lögmannsstofu hennar, en þrotabúið greiddi stofunni hennar fyrir selda tíma sem síðan greiddi henni laun eftir kostnað.
(visir.is)
Það er forkastanlegt,að skilanefnd og slitastjórn skuli taka sér svo há laun sem hér um ræðir,eða 7 millj. kr. á mánuði.Það sýnir,að þetta fólk er veruleikafirrt og ekki í neinu sambandi við íslenskt samfélag í dag. Þetta fólk virðist halda að það eigi að skammta sér svipuð laun og bankastjórar og útrásarvíkingar gerðu á útrásartímanum.
Björgvin Guðmundsson
Síður á vísir.is
Síður undir "Business"
Síður undir "Business"
Flýtival
Nýtt á Vísi
Markaðurinn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.