Sunnudagur, 15. ágúst 2010
100 kr. í laun í einu!
Við fráfall og útför Benedikts Gröndal rifjaðist upp fyrir mér tíminn,þegar ég starfaði á Alþýðublaðinu en Benedikt var um skeið ritstjóri þar en Hannibal varð ritstjóri eftir að hann var kjörinn formaður Alþýðuflokksins 1952.Það gekk á ýmsu í rekstri Alþýublaðsins. Fyrst þegar ég byrjaði á blaðinu voru miklir fjárhagserfiðleikar þar. Fengu menn þá oft greiddar aðeins 100 kr. í einu. Einhverju sinni var ég niðri hjá gjaldkera blaðsins að biðja um að fá útborgað og gekk illa. Kom þá Hannibal þar að og sagði: Björgvin er með konu og nýfætt barn. Hann verður að fá aura.Það gekk eftir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.