Atvinnuleysi mest hjá unga fólkinu

Nokkrir stjórnmálamenn voru gestir Sigurjóns Egilssonar í þættinum Á Sprengissandi í morgun.Þessir gestir voru Steingrímur J.Sigfússon fjármálaráðherra (VG),Þórunn Sveinbjarnardóttir (S),Bjarni Benediktsson (D) og Birkir Jón Jónsson (F).M.a. var rætt um atvinnuleysið,sem hefur minnkað í sumar og er nú 7,5%. Birkir Jón benti á,að atvinnuleysið væri mest hjá ungu fólki en þar væri það 21%. Hann sagði það mjög alvarlegt mál og lagði til,að stjórn og stjórnarandstaða tæki höndum saman um aðgerðir gegn þessu atvinnuleysi unga fólksins.Steingrímur J. tók undir þessa tillögu Birkis Jóns.Framsókn hefur lagt til þjóðarsátt um fleiri mál.

Í þessum þætti  var víða komið við og miklar deilur um flest mál svo ekki gaf þátturinn miklar vonir um aukið samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband