Þorvaldur Gylfason segir stjórnmálastéttina óhæfa

Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að íslenskir stjórnmálamenn skilji ekki kall og kröfur tímans. Nýju bankarnir fái að starfa á sama grunni og bankarnir sem hrundu. Að hans mati er stjórnmálastéttin óhæf.

Þorvaldur var gestur í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag. Þar rifjaði hann upp að upp að samkvæmt skoðanakönnum ber einungis 13% þjóðarinnar traust til Alþingis. Hann sagði að ofan á efnahagskreppuna af völdum hrunsins hafi bæst við stjórnmálakreppa. Ríkisstjórnin geti ekki einu sinni komið sér saman um fækkun ráðuneyta.

„Stjórnmálastéttin er óhæf og spillt og hún stendur núna berskjöldð fyrir skapara sínum, það er að segja fólkinu í landinu, og hún virðist ekki skilja kall og kröfur tímans. Hún lætur bankanna halda áfram, að miklu leyti með sama fólki og fyrir hrun, að hjakka í gömlu fari. Bankarnir brutu lög. Það stendur skýrum stöfum í rannsóknarnefndarskýrslunni," sagði Þorvaldur.

Þá sagði hann að stjórnvöld verði að temja sér meiri auðmýkt og tók sem dæmi að ríkisstjórnin komi í veg fyrir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verði þýdd yfir ensku þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar af lútandi frá útlöndum.

„Þetta gekk svo langt að æðsti embættismaður Alþingis lýsti því yfir að það væri ekki vandamál Íslendinga að útlendingar skilja ekki íslensku. Hverskonar viðhorf er þetta í landi sem hefur bakað erlendum mönnum fjárhagstjón sem nemur fimmfaldri landsframleiðslu? Stjórnvöld mála sig út í horn ef þau ætla ekki að temja sér meiri auðmýkt frammi fyrir þeirri gríðarlegu áskorun sem hrunið leggur á hendur þeirra," sagði Þorvaldur.(visir.is)

Ég tel Þorvald taka of djúpt í árinni. Hann getur ekki dæmt alla stjórnmálamenn óhæfa þó margt megi gagnrýna hjá stjórnmálamönnum.Vissulega er það rétt hjá Þorvaldi,að bankarnir starfa að mestu á sama grunni og gömlu bankarnir og  mikið af starfsmönnum gömlu bankanna starfa nú hjá nýju bönkunum eins og ekkert hafi í skorist.Það er margt til í gagnrýni Þorvalds en hann gengur of langt að mínu mati.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband