Þriðjudagur, 17. ágúst 2010
Á lögreglan að fá rýmri heimildir?
Dómsmálaráðherra,Ragna Árnadóttir,hefur beðið um rýmri heimildir í lögum til lögreglurannsókna en nú eru fyrir hendi.Hún vill að lögreglan fái að rannsaka atferli manna,sem ekki eru grunaðir um refsivert athæfi.Við fyrstu sýn virðist þetta fráleitt en hér er hún að fara fram á sömu heimildir og lögregluyfirvöld hafa í grannlöndum okkar en þar hafa þær verið taldar nauðsynlegar til þess að uppræta skipulagða glæpastarfsemi.Slík starfsemi hefur skotið rótum hér,svo sem mansal og fíkniefnasala svo og starfsemi vítisengla,sem hafa glæpastarfsemi á stefnuskrá sinni.Menn,sem ekki eru grunaðir um glæpi geta verið í slagtogi við glæpasamtök og geta veitt þeiin aðstoð.Til þess að koma í veg fyrir að lögreglan misnoti rýmri heimildir leggur ráðherra til ,að komið verði á innra eftirliti hjá lögreglu og/ eða að sérstök þingnefnd hafi með höndum eftirlit með lögreglunni.Mér sýnist að nauðsynlegt sé að lögreglan fái rýmri heimildir til rannsókna og aðgerða til þess að unnt sé að sporna við því að skipulögð glæpastarfsemi festi hér rætur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.