Jón Bjarnason í stríði við ríkisstjórnina

Í dag birtist í Morgunblaðinu forsíðufyrirsögnin:Kominn tími til að segja stopp.Þar er ráðherrann Jón Bjarnason að tala um stopp við aðildarviðræðum við ESB,sem alþingi samþykkti.Áður hefur hann  verið í stríði við stefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum,þ.e. fyrningarleiðina en hann hefur gert allt til þess að drepa það stefnumál stjórnarinnar.

Það sérkennilega við forsíðuviðtal Mbl. er það, að þar er viðtal við Jón Bjarnason um minnisblað frá hans eigin ráðuneytisstjóra.Maður hefði getað haldið að Jón væri að tala um minnisblað utan úr bæ en svo er ekki. Minnisblaðið er frá hans eigin ráðuneyti.Og í stað þess að taka það upp í ríkisstjórninni hleypur hann með það í Morgunblaðið. Tilgangurinn er sá einn að berjast gegn aðildarviðræðum við ESB alveg eins og hann hefur barist gegn fyrningarleið ríkisstjórnarinnar.Auðvitað hefði verið eðlilegt að þetta minnisblað væri trúnaðarmál.Þetta er fyrst og fremst til innanhúsnota og fyrir ríkisstjórnina en ekki áróðursgagn gegn ríkisstjórninni.

Minnisblaðið fjallar um aðlögun  í stjórnsýslu landbúnaðar að stjórnsýslu ESB.Jón Bjarnason telur að ekki  komi til greina að hefja slíka aðlögun á meðan óvíst er hvort Ísland gengur í ESB. Það er vissulega gilt sjónarmið. En Jón sem landbúnaðarráðherra getur frestað þeirri aðlögun án þess að hlaupa með málið  í Mbl. Ég sé ekki hvernig  Jón getur setið  í ríkisstjórninni, ef hann er andvígur tveimur stórum málum stjórnarinnar,aðildarviðræðum  við ESB og fyrningarleiðinni í sjávarútvegi.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband