Icesave: Norskur lagaprófessor telur,að íslenska ríkið MEGI EKKI borga

Norski lagaprófesssorinn Peter Örebeck  ritar grein í Morgunblaðið í dag og segir þar að íslenska ríkið megi ekki greiða Ice save. Það væri brot á tilskipun ESB nr. 94/19.Örebeck er prófessor við háskóla í Tromsö.Orebeck segir,að það komi skýrt fram í tilskipun ESB,að innstæðutryggingarsjóðir bankanna eigi að greiða skuld eins og Icesave, ef bankarnir komist í þrot. Það sé beinlínis tekið fram að ríkin megi ekki greiða.Íslenskir lögspekingar hafa haldið þessu sama fram. En þrátt fyrir þetta hafa Bretar og Hollendingar kúgað Ísland,beint og í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.En ef til vill er kominn upp nýr flötur í málinu. Eignir þrotabús Landsbankans eru alltaf að aukast og þær munu aukast enn. Það ætti því að semja við Breta og Hollendinga um að þeir fái þrotabú Landsbankans og ekki meira.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skynsamlegt.

Öll lagarök standa okkur í vil í þessu máli.

Eina vandamálið er að þetta ICESAVE mál stöðvar Össur og ESB heleiðangur hans til Brussel.

Mikið var gott að forsetinn synjaði þessum þrælalögum og þjóðin hafnaði þeim svo yfirgnæfandi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Allar þær dómdagsspár sem ICESAVE stjórning og einstakir ráðherrar sögðu þá með fýlu svip hafa ekki gengið eftir. ekki ein einasta þeirra. Heldur alveg þveröfugt. Ísland og málstaður okkar hefur styrkst.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband