Formaður prestafélags vill sannleiksnefnd

Guðbjörg Jóhannesdóttir, formaður Prestafélags Íslands, styður hugmyndir um að komið verði á fót sérstakri sannleiksnefnd til að fjalla um meint kynferðisbrot Ólafs Skúlasonar fyrrverandi biskups.

Guðbjörg segir forystu þjóðkirkjunnar hafa brugðist í málinu og núverandi biskup þurfi að íhuga hvort hann njóti  trausts prestastéttarinnar og þjóðarinnar.

Þrjár konur sökuðu Ólaf Skúlason, þáverandi biskup Íslands, um kynferðislega áreitni á tíunda áratugnum og nýverið greindi dóttir hans frá því á kirkjuráðsfundi hvernig hann hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi frá unga aldri. Þrír sóknarprestar innan þjóðkirkjunnar hafa lýst því yfir opinberlega að þeir vilji að komið verði á fót óháðri sannleiksnefnd án aðkomu kirkjunnar sem fjalli um meint kynferðisbrot Ólafs og viðbrögð kirkjunnar. Formaður Prestafélagsins tekur í sama streng.

Guðbjörg segir mikið verk óunnið hjá þjóðkirkjunni við að endurheimta traust þjóðarinnar sem nú súpi seyðið af því hvernig kirkjan hefur tekið á málunum.(ruv.is)

Skipun sannleiksnefndar er ein leiðin sem þjóðkirkjan gæti farið til þess að hreinsa andrúmsloftið og reyna að leiða hið sanna í ljós. Önnur leið væri að yfirstjórn kirkjunnar mundi biðja umræddar konur afsökunar án þess að rannraka málið.Með því væri kirkjan að lýsa því yfir að hún tryði konunum en óbeint þýddiu það að kirkja teldi Ólaf Skúlason sekan.

 

Björgvin Guðmundssoin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband