Miðvikudagur, 25. ágúst 2010
Telja ríkið ekki bera ábyrgð á Icesave
Í minnisblaði,sem lögfræðingur og ráðuneytisstjóri i viðskiptaráðuneytinu vann fyrir efnahags-og viðskiptaráðuneytið kemur fram,að ríkið beri ekki ábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda.Þetta er sama niðurstaða og lagaprófessorinn frá Tromsö í Noregi komst að.
Björgvin Guðmundsson
Ríkið ber ekki ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta ber allt að sama brunni. Þessar kröfur Breta og Hollendinga með stuðningi ESB elítunnar eru algerlega ólögvarðar og þjóðréttarlega ólöglegar.
Fjöldinn allur af lögfræðiprófessorum, Evrópusérfræðingum hafa sagt okkur það aftur og aftur. Meir að segja einn Evrópuþingsmaðurinn sem tók að sér að semja lögin og reglugerðirnar um tryggingarsjóðina og tilgang þeirra hefur sagt okkur þetta. Meira að segja Framkvæmdastjórn ESB hefur sagt að enginn ábyrgð sé á Tryggingarsjóðunum, ja nema í tilfelli litla Íslands, en hafa svo engar haldbærar skýringar á því vegna hvers.
Þeir einu hér á landi sem enn halda því fram að eigi að borga ICESAVE samkvæmt kröfum Breta og Hollendinga eru forystumenn Samfylkingarinnar og Steingrímur J.
Er ekki mál að menn snúi nú blaðinu við og fari að standa með sinni eigin þjóð, þrátt fyrir skelfilega og þjóðhættulega ESB þráhyggjuna sem því miður hrjáir flest þetta fólk !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.