Föstudagur, 3. september 2010
Ragna Árnadóttir: Völd ráðuneytisstjóra aukast
Ragna var gestur í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun. Hún segir bæði kosti og galla við fækkun ráðuneyta.
"Þegar þetta er komið út í það að það eru mjög stórir málaflokkar undir einn ráðherra þá eru auðvitað völd ráðherrans mjög mikil en völd embættismanna og ráðgjafa eru það líka vegna þess að það eru takmörk fyrir því hvað einn maður eða kona getur sett sig inn í mörg mál. Ráðherra verður líka að vera upplýstur. Hann þarf að vita hvað það er sem hann er að taka ákvörðun um. Eftir því sem málaflokkarnir verða stærri og meiri þeim mun vandasamara verður það. Enn ekki ómögulegt. Ég bendi bara á það að það eru bæði kostir og gallar við þetta"(ruv.is)
Ég er alveg sammála Rögnu um þetta. Það eru bæði kostir og gallar sem fylgja sameiningu ráðuneyta og hið sama gildi um sameiningu stofnana.Árið 1970 voru ráðuneytin skilin í sundur.Það hafði þá t.d. áður verið eitt atvinnumálaráðuneyti en nú var því skipt í landbúnaðarráðuneyti,sjávarútvegsráðuneyti og iðnaðarráðuneyti.Nú á aftur að sameina þessi ráðuneyti í atvinnuvegaráðuneyti. Ég tel ekki öruggt að mikið sparist við sameiningu ráðuneyta.Það sparast sjálfsagt eitthvað. En það er hárrétt,sem Ragna segir,að einn ráðherra á erfitt með að setja sig ínn í öll mál í stóru ráðuneyti eins og innanríkisráðuneyti verður og því flytjast aukin völd til ráðuneytisstjóra og embættismanna.Ef til vill verða stóru ráðuneytin sundur skilin á ný eftir nokkur ár.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.