Mun Guðbjartur fylgja stefnu Árna Páls í félagsmálum?

Mörg viðtöl hafa birst við Guðbjart Hannessonm nýjan ráðherra velferðarmála.Það sem stendur upp úr í því,sem hann hefur að segja er niðurskurður,niðurskurður og aftur  niðurskurður.Og síðan vinna við  sameiningu tveggja stórra ráðuneyta í eitt stærra.Samkvæmt þessu verður stefna nýja ráðherrans sú sama og stefna Árna Páls,sem nú hefur látið af embætti sem félags-og tryggingamálaráðherra.En Árni Páll gekk mjög vasklega fram í  niðurskurði og gekk á undan öðrum ráðherrum í því efni enda þótt hlífa hafi átt velferðarkerfinu.Árni Páll skar niður í almannatryggingum og þar á meðal hjá öldruðum og öryrkjum.Síðasta verk Árna Páls á þessu sviði var að frysts lífeyri aldraðra og öryrkja.Forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson mótmælti því og sagði að leiðrétta þyrfti lífeyrinn.

Vonandi sýnir Guðbjartur  málefnum almannatrygginga meiri skilning en Árni Páll gerði  enda þótt fyrstu yfirlýsingar lofi ekki góðu í því efni.Gerð nýrra kjarasamninga stendur fyrir dyrum.Það verður áreiðanlega samið um einhverjar kauphækkanir í þeim.Á síðustu  14 mánuðum hafa launþegar með laun undir 220 þús. á mán. fengið 16% kauphækkun. Aldraðir og öryrkjar hafa á sama tíma engar hækkanir fengið,aðeins skerðingu.Það þarf að leiðrétta lífeyri aldraðra strax og áður en nýir kjarasamningar eru gerðir.Síðan á lífeyrir lífeyrisþega að fylgja breytingum á kaupgjaldi.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband