Ríkisstjórnin hefur styrkst

Mikið er rætt í fjölmiðlum um breytingarnar á ríkisstjórninni.Ljóst er,að tilgangur breytinganna  var að styrkja stjórnina. Spurningin er sú hvort  tilgangurinn næst.Ég tel,að svo verði.Það veikti stjórnina,þegar Ögmundur Jónasson sagði sig úr henni og síðan hefur hann verið ókrýndur leiðtogi órólegu deildar VG. Óróinn jókst mikið eftir að Ögmundur fór úr stjórninni. Nú er Ögmundur kominn inn aftur og þá eru allar líkur á því að samstaða aukist í stjórnarflokkunum.Ríkisstjórnin þarf mjög á því að halda að þétta raðirnar nú þegar afgreiðsla fjárlaga stendur fyrir dyrum og greiða þarf atkvæði um tillögu um að afturkalla umsókn um aðild að ESB.Sú tillaga verður felld og næsta átakamál verður Icesace. Eins og Ögmundur hefur sjálfur sagt er það mál nú komið í betri feril en áður.Hann mun áreiðanlega verða abyrgur innan ríkisstjórnar í mati á nýju samkomulagi,sem vonandi næst fljótlega.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband