Skattar hafa lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu

Steingrímur J´.Sigfússon fjármálaráðherra ræddi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags-og skattamálum á alþingi í morgun.Hann kvað það rangt,sem stjórnarandstaðan héldi fram,að skattar hefðu hækkað mikið. Þeir væru svipaðir og jafnvel lægri á föstu verðlagi en þeir hefðu verið fyrir nokkrum árum.Sem hlutfall af landsframleiðslu hefðu skattar lækkað.Þeir yrðu 25,7% af landsframleiðslu 2010 en hefðu verið 32 % af landsframleiðslu fyrir 4 árum.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Hægt og bítandi að endurheimta stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað svo trúir þú honum?

Sigurður Haraldsson, 9.9.2010 kl. 12:25

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

almáttugur trúiru virkilega þessu bulli?

ég hef minna milli handanna vegna þess að meira er tekið af mér í formi skatta. fyrirtæki hafa minna milli handana því meira er tekið af þeim í formi skatta. virðisaukaskatturinn hefur verið hækkaður þannig að þetta litla sem ég fæ er skattlagt í annað sinn þegar ég eyði peningunum sem komust undan gráðugum lúkum skattmans. 

það eina sem þú ert að koma með eru einhverjar stærðfræðiævingar til þessa að reyna að slá ryki í augu fólks. að tala skatt sem hlutfall af landsframleiðslu er kjaftæði, aumingjaskapur og hreinn og beinn kunguháttur. þetta hlutfall skiptir hinn almenna borgara, hinn venjulega launþega hengu helvítis máli. það sem skiptir hann máli er að skattar og önnur gjöld hafa verið hækkuð á hann beint og óbeint í gegnum virðisaukan svo bætast við hærri greiðslur af lánum vegna verðbólgu sem er tilkomin vegna hærri skatta. 

og svo kalliði ykkur jafnaðarmenn og talsmenn almennings og þjóðarinnar við hvert tækifæri sem býðst. þið eruð ekkert nema elíta sem hefur engan áhuga á almenningi eins og sést á þessu bulli þínu sem varla er hægt að segja að sé á mannamáli. 

Fannar frá Rifi, 9.9.2010 kl. 12:49

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þegar að landsframleiðslan dregst saman um tugi prósenta og launin með er hægt að reina ýmisslegt ef viljinn er fyrrir hendi, t.d. að 1-1=1....

Óskar Guðmundsson, 9.9.2010 kl. 13:38

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Skatttekjur áður voru t.d. vegna fjármálastarfsemi og ýmsar "góðærisskatttekjur" sosem virðisaukaskattur af flatskjám og Range Rover jeppum.

Í stað þess að sætta sig við þetta tekjutap eftir hrunið með því að lækka útgjöld til samræmis við lækkun tekna, þá er gripið til þess ráðs að reyna halda "svipuðum" skatttekjum. Sem þýðir vitaskuld að þær þarf að kreista þeim mun harðar út úr hagkerfinu.

Amma mín og afi hafa alla tíð haft það að markmiði að eyða minna en þau afla, og forðast að safna skuldum. Steingrímur J. gæti lært margt af þeim. En hann kýs frekar að eltast við skuldsetta neyslufíkla sem fá sér hvert kreditkortið á fætur öðru til að forðast niðurskurð í eyðslu. 

Geir Ágústsson, 9.9.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband