Orkuveitan skuldsetti sig of mikið

Fjárhagsvandi Orkuveitunnar stafar af of mikilli skuldsetningu og spákaupmennsku með gjaldeyri. Gjaldskrá fyrirtækisins þarf að hækka enn frekar ef fyrirtækið á að komast út úr fjárhagsvandanum, að mati Greiningar Arion banka.

Greining Arion banka segir að endurskipulagning Orkuveitu Reykjavíkur muni krefjast þess að gjaldskrár verði hækkaðar verulega umfram síðustu hækkun, Reykjavíkurborg leggi aukið eigið fé í fyrirtækið og að endurfjármagna þurfi eldri lán. Líklegasta niðurstaðan sé blanda af þessu þrennu. Skuldir Orkuveitunnar nema nú 228 milljörðum króna.

Af þeim eru 88 prósent með breytilegum vöxtum og þar sem lánshæfi Orkuveitunnar sé í ruslflokki hjá Moody´s, muni það kosta töluverðar vaxtahækkanir að endurfjármagna lánin.

Á næstu þremur árum árum nema afborganir OR af langtímalánum um 55 milljörðum króna og ef litið er 5 ár fram í tímann eru alls um 80 milljarðar á gjalddaga. Greining Arion banka bendir á að vandi Orkuveitunnar stafi fyrst og fremst af mikilli skuldsetningu síðustu ára og gjaldeyrisspákaupmennsku, en framkvæmdir félagsins hafa að miklum hluta verið fjármagnaðar í lágvaxtamyntum.

(visir.is)
Ég er sammála greiningardeild Arion banka þess efnis að fjárhagsvandi OR stafi af of mikilli skuldsetningu og gjaldeyrisbraski.OR fór ekki nægilega varlega í lántökum.Alltof mikið var tekið að láni erlendis og tekin áhætta á því að lán myndu stórhækka við fall krónunnar.
Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband