Hrunið: Þingmannanefndin skilar skýrslu í dag kl. 5

Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis leggur nú lokahönd á skýrslu sína. Þingflokkar fá munnlega skýrslu klukkan þrjú í dag og svo verður skýrslunni dreift á Alþingi klukkan fimm síðdegis. Veruleg spenna er innan beggja fyrrum stjórnarflokkanna, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, um niðurstöður nefndarinnar.

Þingmannanefndin hefur fundað reglulega tvisvar í viku frá áramótum en undanfarnar vikur hefur hún fundað daglega frá morgni til kvölds. Fundi nefndarinnar lauk um sjöleytið í gærkvöld og svo kemur hluti nefndarinnar saman nú um hádegisbil til að ganga endanlega frá skýrslu sinni.

 Málefni ráðherraábyrgðar voru enn á dagskrá nefndarinnar allt þar til í gær. Mikil leynd hefur hvílt yfir störfum hennar og ætlar Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, ekki að tjá sig um efni skýrslunnar við fjölmiðla fyrr en hann hefur flutt Alþingi skýrslu sína sem verður strax eftir helgi.

 Þingmannanefndin var kosin á Alþingi í desember 2009. Verkefni hennar er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingi um bankahrunið og móta tillögur að viðbrögðum þingsins við niðurstöðum hennar. Þannig á skýrslan að skila almennu pólitísku uppgjöri á efnahagshruninu og meta ábyrgð á hugsanlegum mistökum eða vanrækslu stjórnvalda sem áttu þátt í hruninu.

 Þannig mun nefndin væntanlega taka afstöðu til framgöngu ráðherra í aðdraganda hrunsins. Þeir ráðherrar sem helst hafa verið nefndir í þeim efnum eru oddvitar Þingvallastjórnarinnar svokölluðu þau Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra.

 Níu þingmenn skipa þingmannanefndina og koma fimm þeirra úr Suðurkjördæmi. Þeir sem lengsta hafa þingreynslu hafa setið á Alþingi í þrjú ár, 6 nefndarmanna hafa setið á Alþingi í rúmt ár. Nefndina skipa Atli Gíslason sem er formaður fyrir VG og Lilja Rafney Magnúsdóttir fyrir VG. Fyrir Sjálfstæðisflokk sitja Unnur Brá Konráðsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Fyrir Samfylkingu sitja Oddný Harðardóttir og Magnús Orri Schram. Fyrir Framsókn sitja Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson og Birgitta Jónsdóttir fyrir Hreyfinguna.(ruv.is)

Mikil eftirvænting ríkir vegns skýrslunnar. Menn bollaleggja um það hvort eða hvaða ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm.Að vísu er skýrslan  aðeins tillaga,sem lögð verður fyrir alþingi.Það er alþingi sem tekur ákvörðun um það hvort einhverjir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband