Sunnudagur, 12. september 2010
Þjóðhagsstofnun verði stofnuð á ný
Auka þarf sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu, efla þarf eftirlitshlutverk þingsins og auka fagmennsku við undirbúning löggjafar. Stofna skal sjálfstæða ríkisstofnun sem fylgist með þjóðhagsþróun og semji þjóðhagsspá. Þetta eru meginniðurstöður þingmannanefndarinnar sem kynnt var í dag.
Þingmannanefndin telur brýnt að Alþingi taki starfshætti sína til endurskoðunar, verji og styrki sjálfstæði sitt og marki skýr skil á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins.
Meðal þess sem nefndin leggur til er að ákvæði verði sett í stjórnarskrá um hlutverk Alþingis, þingmenn setji sér siðareglur, almenn lög verði sett um rannsóknarnefndir, reglur um opna nefndarfundi verði færðar í þingsköp og að stofnuð verði sjálfstæð ríkisstofnun sem hafi það hlutverk að meta og gefa út spár fyrir efnahagslífið á sama hátt og Þjóðhagsstofnun gerði.
Nefndin leggur þar að auki til að nefnd verði stofnuð til að eftirlit með því að þeim úrbótum sem lagðar eru til í skýrslunni verði hrundið í framkvæmd. Miðað skal við að úrbótum á löggjöf sé lokið fyrir þinglok árið 2012. (visir.is)
Það var mikill skaði þegar þjóðhagsstofnun var lögð niður.Ég tel mikla nauðsyn á því að endurvekja þá stofnun eins og þingmannanefndin leggur til.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.