Það verður að halda við fyrningarleiðina.Loforð við kjósendur

Tillögur svokallaðrar sáttanefndar um að afhenda kvótakóngunum aflaheimildirnar í 15-25 ár skapa enga sátt í þjóðfélaginu. Þær eru enn óréttlátari en það kerfi sem við búum við í dag.Það er  verið að gefa kjósendum, langt nef með því að leggja þessar tillögur fram. Kjósendum var lofað fyrningu aflaheimilda á 20 árum og gengið út frá því að aflaheimildir yrðu boðnar upp eða úthlutað á sanngjarnan hátt smátt og smátt.Nú er verið að svíkja fyrningarleiðina.Ef ríkisstjórnin gerir það er hún búin að vera og getur farið frá. Ég samþykki ekki slík svik.Og það verður allsherjarflótti  úr Samfylkingunni ef  þetta mál verður svikið.

Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingar sem átti sæti í sáttanefndinni vil standa við kosningaloforðið um fyrningarleiðina.Með því sýnir hún heiðarleika.Það er liðin tíð,að unnt sé að lofa einu fyrir kosningar og framkvæma annað. Ríkisstjórnin verður að standa við kosningaloforðið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband