Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms

Hæstiréttur staðfesti rétt í þessu niðurstöðu héraðsdóms í gengislánamálinu svokallaða.

Málið snýst um gengistryggðan bílasamning sem Lýsing gerði við lánþegann, og hvaða vextir eigi að gilda eftir að gengistrygging lána var dæmd ólögleg. Héraðsdómur taldi að óverðtryggðir vextir Seðlabankans ættu að gilda en þeir hafa að meðaltali verið um fimmtán prósent frá árinu tvö þúsund og sex. Krafa lánþegans var að einungis samningsvextir giltu, en þeir eru mun lægri. Dómur Hæstaréttar hefur fordæmisgildi um hvaða vaxtakjör muni gilda almennt á gengistryggðum lánum og hefur því mikla þýðingu fyrir fjármálakerfið. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur boðað blaðamannafund vegna málsins klukkan fimm, og verða bæði Seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins á þeim fundi, auk efnahags- og viðskiptaráðherra.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband