Fimmtudagur, 16. september 2010
Helmingur þingflokks mætti á fund með Ingibjörgu Sólrúnu
Um helmingur þingmanna Samfylkingarinnar mættu á óformlegan þingflokksfund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í kvöld samkvæmt kvöldfréttum RÚV. Fundurinn var haldinn í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar á Hallveigarstígnum í miðborg Reykjavíkur.
Allir ráðherrar Samfylkingarinnar mættu en svöruðu fáu þegar þeir voru inntir eftir viðbrögðum á RÚV.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði fundinn koma þessu málið eitthvað áleiðis á meðan Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, svaraði stuttaralega þegar hann var spurður hvort hann hefði tekið ákvörðun hvernig hann myndi greiða atkvæði í málinu. Össur svaraði einfaldlega: Nei."
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra mætti ekki á fundinn þrátt fyrir að honum var einnig boðið. Svo virðist sem ekki hafi verið einhugur um fundinn innan Samfylkingarinnar enda mættu ekki nærrum því allir til þess að hlýða á varnarræðu Ingibjargar.
Össur yfirgaf fundinn áður en honum lauk en hann stendur enn yfir.
Á fundinum var Ingibjörgu veitt tækifæri til þess að koma sínum sjónarmiðum áleiðis. Alþingi undirbýr að takast á um tillögu Atlanefndarinnar svokölluðu sem hefur lagt til að Ingibjörg, Björgvin, Geir H. Haarde og Árni M. Mathíesen verði ákærð fyrir afglöp þegar þau gegndu embætti ráðherra í Þingvallastjórninni.(visir.is)
Margir þeirra,sem mættu höfðu ekki gert upp hug sinn.Það hefur áreiðanlega verið til bóta,að Ingibjörg Sólrún gat gert grein fyrir máli sínu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.