Ákærur þingsins: Stífla í meðferð málsins

Þingfundi á Alþingi var óvænt frestað eftir hádegi í dag og hefur ekki verið ákveðið hvenær þingfundur hefst að nýju. Heimildir Vísis herma þó að það verði ekki fyrr en á mánudaginn kemur. Atli Gíslason formaður Atlanefndarinnar svokölluðu mælti í morgun fyrir þingsályktunartillögu þess efnis að fjóra fyrrverandi ráðherra skyldi draga fyrir landsdóm.

Málið var rætt fyrir hádegi og komu upp harðar mótbárur frá sumum þingmönnum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks sem vildu öll gögn nefndarinnar upp á borð því þeir sögðust ekki geta tekið ákvörðun um hvort ákæra skuli fyrr en trúnaði verði aflétt.

Atlanefndin fundaði í hádeginu og ræddi málið auk þess sem formenn þingflokkanna funduðu einnig með forseta Alþingis.(visir.is)

Ljóst er,að átök eru í gangi á þinginu um vinnubrögð við ákærur þingmannaefndarinnar.Margir þingmenn vilja fá öll gögn upp á borðið,þar á meðal gögn sem sérfræðingar,sem komu fyrir nefndina vildu að væru trúnaðarmál.Ég tel eðlilegt að öll gögn komi upp á borðið. Þegar um ákærur er að ræða gegn fyrrverandi ráðherrum eiga engin gögn að vera trúnaðarmál.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband