Föstudagur, 17. september 2010
Vilja rannsókn á Íbúðalánasjóði
Þingmennirnir segja að í ljósi þeirrar ályktunar rannsóknarnefndar Alþingis, að breytingar á fjármögnun og lánareglum Íbúðalánasjóðs hafi stuðlað að verulegu ójafnvægi í hagkerfinu og falið í sér ein af stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda að falli bankanna, sé þetta nauðsynleg aðgerð.
Rannsaka þurfi ákvörðun og framkvæmd breyttrar fjármögnunar þegar íbúðabréf leystu húsbréf af hólmi og áhrif rýmri útlánareglna. Þá þurfi að rannsaka fjármögnun Íbúðalánasjóðs á útlánum viðskiptabanka og sparisjóða og áhættustýringu sjóðsins. Fyrsti flutningsmaður er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.