Vilja rannsókn á Íbúðalánasjóði

Níu þingmenn Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Hreyfingarinnar vilja að fram fari sjálfstæð og óháð rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs. Þetta kemur fram sem breytingatillaga við skýrslu þingmannanefndarinnar.

Þingmennirnir segja að í ljósi þeirrar ályktunar rannsóknarnefndar Alþingis, að breytingar á fjármögnun og lánareglum Íbúðalánasjóðs hafi stuðlað að verulegu ójafnvægi í hagkerfinu og falið í sér ein af stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda að falli bankanna, sé þetta nauðsynleg aðgerð.
Rannsaka þurfi ákvörðun og framkvæmd breyttrar fjármögnunar þegar íbúðabréf leystu húsbréf af hólmi og áhrif rýmri útlánareglna. Þá þurfi að rannsaka fjármögnun Íbúðalánasjóðs á útlánum viðskiptabanka og sparisjóða og áhættustýringu sjóðsins. Fyrsti flutningsmaður er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.(ruv.is)

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband