Stjórnin í Svíþjóð fallin

Óvissa ríkir um líf ríkisstjórnar Fredriks Reinfeldt í Svíþjóð eftir að Græningjar höfnuðu í morgun hugmyndum um að veita stjórninni hlutleysi. Ríkisstjórnarflokkarnir fjórir misstu meirihluta sinn í þingkosningunum í gær og verða að reiða sig á fimmta flokkinn. Reinfeldt útilokar samstarf við hina umdeildu Svíþjóðardemókrata og gæti orðið að mynda minnihlutastjórn.

Nú er ljóst að stjórnarkreppa vofir yfir í Svíþjóð sameinist stjórnarandstaðan um að fella ríkisstjórn Fredriks Reinfeldts. Bandalag stjórnarflokkanna fékk 172 þingmenn en 175 þarf í meirihluta. Svíþjóðardemókratarnir komust í oddaðstöðu með 20 manna þingflokk og nú er ljóst að eninn meirihluti er að baki nýrri ríkisstjórn. Hið rauðgrøna bandalag vinstriflokkanna galt afhroð og fékk aðeins 43,5 prósent atkvæða.

Reinfeldt hefur vísað á bug hugmyndum um að leita til Svíþjóðardemókratanna en biðlaði þess í stað í morgun til umhverfisflokksins Græningjana en fékk dræmar viðtökur. Miklu munar á stefnu umhverfissinna og ríkisstjórnarinnar í orkumálum, sérstaklega rekstri kjarnorkuvera.

Reinfeldt hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu og þá kemur væntalega fram hverjar fyrirætlanir hans eru. Hann getur setið án þess að hafa yfirlýstan meirihluta að baki sér og treyst á fylgi stjórnarandstæðinga í einstökum málum.

Flokkur Reinfeldts, hægriflokkurinn Moderatana, vann góðan sigur í kosningunum, hlaut 30 prósent atkvæða og er sterkari nú en nokkru sinni fyrr í sögu sinni. Fylgisaukningin var hins vegar mest á kostnað samstarfsflokkanna og því féll meirihlutinn.(visir.is)

Fram hefur komipð,að Reinfeldt hafiu hug á samvinnu við jafnaðarmenn í vissum málum.Það  bendir til þess að hann hafi áhuga á því að mynda minnihlutastjórn eftir norskri fyrirmynd. Hvort það tekst á eftir að koma í ljós.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband