Mistökin réttlæta ekki fangelsisdóma

Mörg mistök voru gerð í aðdraganda bankahrunsins en það réttlætir ekki fangelsisdóm yfir þeim sem sátu í ríkisstjórn árið 2008, sagði Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum á Alþingi í morgun. Á þingfundi er verið að ræða tillögur um það hvort ákæra eigi Geir Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson sem öll sátu í ríkisstjórn í aðdraganda bankahrunsins.

Ólöf sagði nauðsynlegt að birta opinberlega skjöl frá lögspekingum sem komu fyrir þingmannanefndina sem leggur ákærurnar til. Bæði til þess að almenningur geti tekið afstöðu og til þess að aðrir sérfræðingar geti rýnt í gögnin og borið saman við þá umræðu sem er í þinginu. Ólöf sagði að annaðhvort vantaði eitthvað mikið í þessi gögn eða þá að málatibúnaður þeirra sem leggðu ákærurnar til byggðu á afskaplega vafasömum grunni.

Ólöf sagði að tillögurnar um ákærurnar stæðust ekki grundvallarkröfur í sakamálarétti um að ekki skuli saksækja menn nema meiri likur en minni væru á sakfellingu. Þá stæðust tillögurnar ekki kröfur um réttláta málsmeðferð. (visir.is)

Það er alvarlegt,ef ákærurnar standast ekki grundvallarkröfur í sakamálarétti og ef tillögurnar standast ekki kröfur um réttláta málsmeðferð.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband