Framleiðslan í álverinu í Straumsvík aukin um 40 þús. tonn

Rio Tinto Alcan á Íslandi hyggst auka framleiðsluna í álverinu í Straumsvík um 40 þúsund tonn, eða 20%. Fjárfesting fyrirtækisins vegna þessa er upp á rúmlega 40 milljarða króna. Þetta var kynnt á blaðamannafundi í dag. Í þessu skyni hefur Alcan gert samning við Landsvirkjun um viðbótarorku til stækkunarinnar. Verið er að gera breytingar á rafkerfi kerskálans til að það geti tekið við meiri orku. Því verkefni á að ljúka eftir rúm tvö ár. Framkvæmdirnar munu skapa 470 ársverk á þeim tíma. (visir.is)

Þetta er ánægjulegt. Þessi aukna  framleiðsla mun skapa aukna atvinnu og  skapa aukinn hagvöxt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband