Verðbólgan 4%

Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs í september og mun 12 mánaða verðbólga því lækka í 4,0%, en hún mældist 4,5% í ágúst.

Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að lang stærsta ástæðan fyrir því að greiningin spáir hækkun er að útsölur á fötum og skóm fjara endanlega út og hafa 0,3-0,4% áhrif til hækkunar að þessu sinni, eins og jafnan gerist á haustin.

„Af öðrum áhrifaþáttum má nefna að eldsneytis- og húsnæðisverð munu lækka vísitöluna lítillega miðað við okkar spá. Enn fremur mun gengisstyrking krónunnar síðustu misserin halda niðri verðlagi einstakra vöruflokka og jafnvel valda lækkunum í einhverjum tilvikum. Loks má nefna að við gerum ráð fyrir u.þ.b. óbreyttu matvöruverði að þessu sinni," segir í Markaðspunktunum.

Greiningin segir að hún sjái ekki annað en að lítil verðbólga sé framundan á næstu mánuðum og í raun fáir verðbólguhvatar að finna í hagkerfinu eins og staðan er í dag.

„Við gerum ráð fyrir 1,2% hækkun verðlags fram til ársloka og vegur þar þyngst væntanleg hækkun Orkuveitunnar í nóvember nk. - eða um 0,39% til hækkunar verðlags. Af öðrum þáttum sem hugsanlega gætu ýtt við verðbólgunni má nefna að matvöruverð gæti skriðið uppávið næstu mánuði, m.a. vegna hækkana á ýmsum hrávörum," segir í Markaðspunktunum.

„Við gerum aftur á móti ráð fyrir fremur stöðugu húsnæðis- og eldsneytisverði - en jafnan er þó erfitt að spá fyrir um þessa liði. Það sem helst mun spyrna gegn verðbólgu næstu mánaði er sú gengisstyrking sem orðið hefur á krónunni síðustu misseri, sem mun þá koma hægt og bítandi út í verðlagið á næstu mánuðum. Gangi spá okkar eftir mun 12 mánaða verðbólga vera nálægt 2,5% markmiði Seðlabankans í árslok."( visir.is)

Lækkun verðbólgunnar heldur áfram.Í agúst var verðbólgan 4,5% en nú er því spáð,að hún fari í 4%.Lækkun verðbólgu og lækkun vaxta er hvort tveggja  hagstætt fyrir þróun efnahagslífsins.

 

Björgvin Guðmnundsson



 

  •  
    •  
    •  
      •  

    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband