Þriðjudagur, 28. september 2010
Atkvæðagreiðsla um ákærur í dag
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis segir að stefnt sé að því að greidd verði atkvæði í dag um málshöfðun á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum. Stefnt sé að því að starfsáætlun Alþingi riðlist ekki í vetur eins og oft haft gerst undanfarna mánuði. Þrír séu á mælendaskrá í umræðunni sem hefjist kl.10:30.
Ásta gerir ráð fyrir að hægt verði að klára umræðuna um hádegið. Þingflokkar haldi fundi í framhaldinu og að þeim loknum verði farið í atkvæðagreiðslu um öll mál sem komi frá þingmannanefndinni.(ruv.is)
Mikið er spáð um niðurstöðu málsins og sitt sýnist hverjum. Ég tel,að mjög verði mjótt á munum og að þetta geti farið á hvorn veginn sem er.Sennilega mnun ekki muna nema 1-2 atkvæðum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.