Áætlun AGS og Íslands lýkur í ágúst n.k.

Þessari endurskoðun var lokið á áætlun og við gerum ráð fyrir að halda áætlun í framvindu efnahagsáætlunarinnar," segir Franek Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. Hann segir samþykkt endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda og AGS í stjórn sjóðsins sýna að Ísland sé enn á batavegi.

„Í grunninn hefur árangurinn verið tilkomumikill, hann endurspeglar öfluga stefnumörkun og sveigjanleika í að bregðast við breyttum aðstæðum. Verðbólga er á niðurleið og útlit fyrir að hagvöxtur taki við sér á ný þrátt fyrir mótbyr í efnahagslífinu," segir Franek Rozwadowski.

Samkvæmt núverandi framgöngu áætlunarinnar er gert ráð fyrir að henni ljúki í ágúst 2011. „Þetta var þriðja endurskoðunin og svo verður ein í hverjum ársfjórðungi fram til loka áætlunarinnar."

Auk þess að fjalla um efnahagsáætlun Íslands fjallaði stjórn AGS líka um reglubundið yfirlit efnahagsmála í samræmi við reglugerð fjögur (Article IV) hjá sjóðnum. „Þá er fjallað um stöðu efnahagslífs þjóða á breiðum grundvelli og komið fram með almennar ábendingar og athugasemdir," segir Rozwadowski. Slík umfjöllun fer fram annað hvert ár hjá þjóðum sem vinna efnahagsáætlun undir væng AGS, en er árviss hjá öðrum aðildarríkjum sjóðsins.

„Við gerum ráð fyrir því að skýrsla starfsliðs sjóðsins verði gefin út næsta mánudag, ásamt völdum skrifum þar sem ýmsar hliðar íslensks efnahagslífs verða greindar," segir Rozwadowski.(visir.is)

Það er ánægjulegt hvað árangur  samstarfs Íslands og AGS er góður.Fulltrúi AGS á Íslandi segir,að árangurinn sé tilkomumikill.- Áætluninni lýkur í ágúst næsta ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband