Þingmannanefnd Atla Gíslasonar starfaði pólitískt

Það var lögð mikil áhersla á það fyrir atkvæðagreiðsluna um ákærur gegn fyrrverandi ráðherrum að þingmenn ættu að greiða atkvæði eftir eigin samvisku og sannfæringu en ekki eftir flokkspólitík.Þetta gerðu þingmenn Samfylkingar og Framsóknar en þingmenn Sjálfstæðisflokks,VG og Hreyfingar fylgdu hins vegar flokkslínu og í þessum flokkum greiddu allir eins atkvæði,eins og einn maður.En þá bregdur svo við að þingmenn Samfylkingar og Framsóknar sæta miklum árásum,einkum frá Sjálfstæðismönnum og Morgunblaðinu og þeir eru sakaðir um að hafa látið eitthvað óeðlilegt ráða afstöðu sinni.Skúli Helgason og fleiri þingmenn Samfylkingar hafa gert glögga grein fyrir afstöðu sinni og skýrt hvers vegna þeir greiddu atkvæði með ákærum á hendur sumum en öðrum ekki.Ég tek skýringar þeirra gildar enda þótt ég hefði fremur kosið að enginn yrði ákærður.Ég tel ekki að um nein undirmál hafi verið að ræða eins og Atli Gíslason heldur fram ef viðtal Mbl. við hann er rétt.Ég kalla Atla hugrakkann að leyfa sér að fullyrða það að um undirmál hafi verið að ræða af því að tillögur hans voru ekki allar samþykktar.Hann hafði frumkvæði að því að leggja til ákæru gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem rannsóknarnefnd alþingis taldi ekki hafa  gert alvarleg mistök.Það var pólitísk ákvörðun hjá Atla að leggja til ákæru gegn Ingibjörgu Sólrúnu,sem rannsóknarnefnd alþingis taldi saklausa.

Það hefur komið glögglega í ljós í starfi þingmannanefndarinnar,að hún gat ekki starfað faglega.Hún starfaði  pólitískt og þar með sýndi hún,að landsdómur dugar ekki. Það á að leggja hann niður og draga stjórnmálamenn fyrir almenna dómstóla,ef  þeir brjóta lög. Mér virðist líklkegast,að þingmannanefndin hafi ákveðið ákærur fyrirfram.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband