Fimmtudagur, 30. september 2010
Ekki refsivert brot hjá Geir Haarde
Ég hefi kynnt mér gögn vegna ákæru á hendur Geir H.Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.Ég hefi lesið lögin um ráðherraábyrgð,stjórnarskrána o.fl. lög og farið ítarlega í gegnum skýrslur rannsóknarnefndar alþingis svo og tillögur og greinargerðir þingmannanefndar.Niðurstaða mín er sú,að Geir hafi ekki framið refsiverðan verknað í forsætisráðherratíð sinni.
Þingmannanefndin,meirihlutinn,taldi að Geir hefði bakað sér refsiábyrgð með athöfnum og athafnaleysi. Nefnd voru dæmi svo sem að efna ekki til ráðherrafunda,að sjá ekki til þess að Icesave reikningum væri komið í dótturfyrirtæki ytra,að gera ekki ráðstafanir til þess að minnka bankana,os.frv.
Þegar skýrsla rannsóknarnefndar alþingis er lesin fyrir árið 2008 sést,að mikið er um fundi og viðræður um bankana og þær hættur,sem við þeim blöstu.Mikið er um fundi með Seðlabanka og Fjármálaeftirliti.Margoft er rætt um að gera þurfi ráðstafanir til þess að minnka bankana,þar eð þeir hafi verið orðnir of stórir.En á árinu 2008 virðist vera erfitt að gera slíkar ráðstafanir.Það var byrjaður nokkur samdráttur í efnahagslífi og lánsfjárkreppa var byrjuð.Það var erfitt að selja eignir bankanna á viðunandi verði.Þær stofnanir,sem áttu að leggja fram ákveðnar tillögur um að minnka umsvif bankanna voru Fjármálaeftirlitið oig Seðlabankinn.Seðlabankinn á að gæta þess að fjármálalegur stöðugleiki ríki. FME veitir bönkum starfsleyfi og getur afturkallað þau. FME getur farið inn í bankana og tekið stjórn þeirra í eigin hendur.Lítið var um ákveðnar tillögur frá þessum stofnunum en því meira af hugleiðingum og óbeinum óskum.Mér virðist Geir H.Haarde hafa fylgst vel með bönkunum og verið duglegur að halda fundi með þeim,FME og Seðlabanka. En það komu ekki fram ákveðnar tillögur um það hvað unnt væri að gera til þess að minnka bankana. Rannsóknarnefnd alþingis telur að síðustu forvöð að gera ráðstafanir til þess að minnka bankana og hindra hrun hafi verið 2006. Það var orðið of seint 2007-2008.Ei að síður tel ég að FME og Seðlabanki hefðu átt að setja bönkunum stólinn fyrir dyrnar en það var ekki gert. Geir H.Haarde átti ekki að gera það. Það voru FME og Seðlabankinn,sem gera áttu ráðstafanir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Facebook
Athugasemdir
Eigi er eg sammála þér Björgúlfur enda eru þungar ásakanir bornar á strandkapteininn. En í ljósi þess hversu margir biðu tjón, hundruðir ef ekki þúsundir misst allt sitt, fasteign, bíl og búslóð og voru gerðir gjaldþrota, sumir urðu fyrir umtalsverðum fjárskaða vegna þess að sparifé þeirra í formi hlutabréfa var allt í einu einskis virði. Þessi hópur eru einhverjir tugir þúsunda. Þá töpuðu lífeyrissjóðir umtalsverðu og hafa fært niður lífeyrisréttindi sjóðfélaga. Svæsnasta dæmið er hjá verkfræðingum en þar virðast þeim hafa heldur en ekki orðið á í messunni.
Í aðdraganda hrunsins sýndi þáverandi ríkisstjórn dæmalaust kæruleysi og léttúð. Sumir ráðherrar voru meir með hugann í Kína í handboltanum þar en að leysa þessi mál. Þyrnirósarsvefninn virtist vera algjör í Stjórnarráðinu. Geir vissi eða mátti vita sem hagfræðingur að ekki var allt með felldu.
Hitt er svo annað mál, það á ekki að beita refsigleði. Fjársekt og svifting t.d. ofurlífeyrisréttinda ættu að duga!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 30.9.2010 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.