Þriðjudagur, 5. október 2010
Lífeyrir aldraðra og öryrkja langt undir neyslurannsókn Hagstofunnar
Hagstofan birtir á hverju ári rannsókn og útreikning á því hvað fjölskyldur og einstaklingar þurfi mikið til jafnaðar til neyslu. Þessar tölur voru síðast birtar í desember 2009. Þá voru það 297 þús kr.. sem einstaklingar þurftu til neyslu,framreiknað til þess tíma.Engir skattar eru í þessum tölum,hvorki tekjuskattar né fasteignagjöld og ýmislegt fleira vantar í tölurnar. En tala Hagstofunnar, þ.e. 297 þús. kr.. á mánuði fyrir einstaklinga er sambærileg tölunni 157 þús. kr. á mánuði ,sem Tryggingastofnun skammtar einhleypum ellilífeyrisþegum.Hér er átt við lífeyri eftir skatt. Ef lífeyrir TR ætti að duga einnig fyrir skattgreiðslum og miðað væri við neyslurannsókn Hagstofunnar þyrfti lífeyririnn að vera rúmlega 400 þús. kr. á mánuði hjá einstaklingum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.