Yrði þjóðstjórn til bóta?

Fréttamenn RUV spurðu forsætisráðherra að því  í gærkveldi hvort þjóðstjórn væri í spilunum. Forsætisráðherra svaraði því til,að hún ætlaði að kalla formenn allra flokka á sinn fund til þess að ræða málin og sjá hvort samstaða gæti náðst.Við munum síðan sjá til sagði Jóhanna.

Sjálfstæðisflokkurinn vill koma ríkisstjórninni frá völdum. Hann vill komast til valda og reiknar með að almenningur sé búinn að gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð á hruninu.Samkomulagið á alþingi hefur ekki verið það gott,að það lofi góðu um gott samstarf í þjóðstjórn.Færa má rök með og móti þjóðstjórn. Afgreiðsla mála í þjóðstjórn gæti gengið enn hægar en undir núverandi stjórn. Hins vegar yrði stjórnarandstaðan ábyrgari en nú,þegar hún væri búin að fá ráðherrastóla.Ef til vill væri best að stjórnmálamenn slíðruðu sverðin á alþingi og tækju höndum saman um lausn erfiðustu mála. Almenningur vill það. Ef slíkt samstarf gengur vel gæti þjóðstjórn komið til greina í framhaldinu.Spurningin er sú hvort stjórnarandstaðan hafi raunhæfan áhuga á samstarfi eða hvort hún er eingöngu í valdabaráttu og vilji koma núverandi stjórn frá og komast sjálf að stjórnartaumunum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband