Miðvikudagur, 6. október 2010
Endurreisn efnahagskerfisins hefur gengið hægar en vonir stóðu til
Ég er hugsi yfir andrúmsloftinu í samfélaginu og við þurfum að vanda okkur í umfjöllun um málin," sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við Kastljós fyrr í kvöld. Tilfefnið er að tvö ár eru liðin síðan neyðarlög voru sett á vegna bankahrunsins.
Mikil mótmælaalda hefur riðið yfir í vikunni en um átta þúsund manns lömdu tunnur og búsáhöld á mánudaginn við setningaræðu forsætisráðherra.
Steingrímur segir margt hafa áunnist síðan núverandi ríkisstjórn tók við fyrr á árinu en viðurkennir að endurreisn efnahagskerfsins hér á landi hafi gengið hægar en vonir stóðu til.
Inn í það spilar Icesave-deilan auk gengisdómsins þar sem í ljós kom að gífurlega stór hluti útlána bankanna var beinlínis ólöglegur. Þá hafi náttúruhamfarir haft talsver áhrif einnig.
Ég lít svo á að það sé verið að mótmæla því að kerfið dugi ekki betur," segir Steingrímur sem vill meina að mótmælin hafi beinst gegn öllu þinginu.
Þegar þetta er skrifað eru á annað hundrað mótmælendur á Austurvelli að berja á tunnur og búsáhöld.
Að sögn Steingríms hefur andrúmsloftið á þingi batnað eftir mótmælahrinuna. Hann segist finna fyrir meiri samstarfstóni en áður og tekur sem dæmi að engin gífuryrði hafi fallið í umræðunni um fjárlagafrumvarpið.
Aðspurður hvort nú sé ekki tilefni til þess að boða til nýrra kosninga segir Steingrímur að það væri í raun ábyrgðarleysis.
Innan við ár er síðan núverandi ríkisstjórn var kjörinn og Steingrímur bendir á að það sé skylda ríkisstjórnarinnar að mynda starfhæfa ríkisstjórn.
Og þessi ríkisstjórn er það sannarlega að mati Steingríms.(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.