Miðvikudagur, 6. október 2010
Jóhanna útilokar ekki lækkun höfuðstóls skulda
Marínó G. Njálsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna segir tveggja klukkustunda fund í Stjórnarráðinu í morgun, hafa verið gagnlegan. Hugmynd samtakanna um að lækka höfuðstól verðtryggðra lána eigi hljómgrunn hjá ríkisstjórninni. Miðað við verðtryggð lán, lít ég svo á að 18% hafi ranglega verið bætt við höfuðstólinn. Við viljum að það verði tekið af höfuðstólnum aftur, sagði Marínó að fundi loknum.
Jóhanna segir viðskiptaráðherra munu funda með bönkum og lífeyrissjóðum í dag og kynni niðurstöðuna fyrir fundi ráðherra í fyrramálið. Hún segir margt koma fleira til greina, eins og að styrkja kaupleiguúrræði. Hún útilokar ekki að fallist verði á hluta þeirrar hugmyndar að lækka höfuðstól verðtryggðra lána. Það er alveg ljóst að það verður að fara í samninga við banka og lífeyrissjóði ef að eitthvað slíkt eigi að koma til greina. Það fórum við yfir og þessvegna viljum við hafa þennan fundi með bönkum og lífeyrissjóðum til að fara yfir þá stöðu.
Nú er margra milljarða króna arður af starfsemi bankanna. Hafa þeir ekki efni á þessu? Sumir telja það og telja að þeir hafi afskrifað svo mikið milli nýju og gömlu bankanna að það sé svigrúm til þess. Bankarnir haldi því fram að svo sé ekki. Farið verði yfir þetta.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var spurður að því hvernig honum hafi liðið meðan á mótmælunum stóð. Hann sagðist gjarnan hafa viljað að margt hefði gengið hraðar og betur. Helst af öllu vildi hann að hrunið hefði ekki átt sér stað en það sé ekki boði.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.